mánudagur, september 24, 2007
tölvur
tölvan mín bilaði hentuglega daginn áður en ég byrjaði í nýjum skóla. ég byrjaði því í ó svo tölvusinnaða bifröst með gamla hæga kjánalega tölvu og allir hinir krakkarnir hlógu að mér. ég hringdi á hverjum degi í heila viku í fyrirtækið sem hafði lofað mér að gera við tölvuna mína. Nota bene það fyrirtæki fékk ég ekki að velja sjálf því tölvugreyið var í ábyrgð hjá vissu fyrirtæki og þanngað varð leið mín að liggja til þess að þurfa ekki að borga fyrir slíka viðgerð. í hvert sinn sem ég hringdi í viku eitt var sagt að hún væri í biðröð... sem ég verð að viðurkenna að mér fannst hálf kjánalegt! ef hún er í biðröð hvernig væri þá að ráða svona eins ogeinn tölvuviðgerða gaur/gellu í viðbót?? en allt í lagi. í viku tvö sagði maðurinn sem ég talaði við í dálítið pirruðum tón "hann" hver sem "hann" nú er er með tölvuna á borðinu hjá sér. sem eftir því sem ég best gat skilið þýddi samt ekki að "hann" væri að gera við tölvu greyið heldur að hún hefði verið uppfærð úr raðastöðu og upp á borð sem þýddi víst enga breytingu aðra en að símagaurinn gat sagt mér frá þessari stöðu mála stoltum rómi og orðið agalega móðgaður þegar ég spurði og hvað þýðir það fyrir mig og tölvuna mína? hann hafði litla sem enga samúð með mér og eineltinu sem ég hef nú lent í vegna þess hve tölvudruslan sem ég neyðist til að vera með er gömul. í þriðju viku var enn sagt við mig tölvan er á borðinu og tónn símagaursins var ekki lengur að fara í felur með gífurlegan pirringinn yfir því að ég skildi voga mér að heimta tölvuna á styttri tíma en mánuði. á föstudegi þriðju vikunnar hringdi ég svo fékk þau svör að nú væri "hann" að bíða eftir varahlut frá bretlandi sem kæmi um eða eftir helgi. þá gæti "hann" lagað tölvuna og ég fengi hana sem fyrst eftir það. ég var að vonum glöð en hugsaði með mér að tölvan hlyti að vera mjög lasin fyrst að útlenskir varahlutir væru það eina sem gætu bjargað henni. símagaurinn beið eftir því að ég hneigði mig fyrir honum því nú væri sko eitthvað að gerast. ég gerði það ekki. hann var fúll. korteri eftir þetta tiltölulega ánægjulega símtal fékk ég sms og í því stóð "tækið þitt er tilbúið komdu vinsamlegast að sækja það sem fyrst". nú hugsaði ég en skrítið var ekki varahluturinn á leiðinni um helgina? svo rann það upp fyrir mér minn trausti vinur símagaurinn, maður sem ég hafði talað við nánast á hverjum degi í heila viku hafði logið upp í opið geðið á mér. ég varð stórlega móðguð en glöð með að fá minn löngum þráða vin tölvuna til baka. ég brunaði í bæinn á vínrauðu þrumunni eins hratt og húnmögulega komst og renndi beinustu leið að þessu fyrirtæki og hljóp inn glöð í bragði æpti nánast að manninum "ég er komin að sækja tölvuna mína, nafnið er inga Þóra og þið senduð mér sms að hún væri tilbúin. hann horfir á mig eins og ég sé dálítið mikið skrýtin og bakar hægt burtu til að ég held að sækja tölvuna mína. svo heyri ég í honum tala að því ég held við hinn guðumlíka "hann" og segir Inga Þóra er komin það er þessi með flókna passwordið hvar er tölvan hennar? svo hlægja þeir samsærislega að mér og mínu asnalega lykilorði. "hann" segir við afgreiðsludúddann hún er þarna undir skakka kassanum. eru þeir að nota tölvuna mína til að afskekkja kassa hugsaði ég. en í þeim hugsunum gengur afgreiðsludúddinn fram og með litlu fallegu tölvuna mína í fanginu. ég táraðist næstum af gleði og hamingju yfir þessum endurfundum. hann réttir tölvuna að mér og eftir að hafa horft stóreygur á mig faðma hana fast að mér segir hann "14041 takk" "ha?" sagði ég "nei það getur ekki verið hún er sko í ábyrgð" " já" sagði kynsvelti rauðhærði maðurinn sem var á góðri leið með að eyðileggja góða föstudagsenduheimtingaskapið mitt, "já, en þessi bilun var sko ekki í ábyrgð" "nú" sagði ég "hvað var að"? "það veit ég ekki en það var þér að kenna svo við borgum það ekki" ég svaraði hálf hrædd " en en ef þið vitið ekki hvað var að hvernig vitiði að það var mér að kenna?" "bara" var svarið og svo sagt dáldið hærra en fyrr "14041 takk" og ég borgaði 14041 fyrir viðgerð á tölvunni minni, viðgerð sem enginn vissi hver var ekki einu sinni hinn guðumlíki "hann" ég borgaði kynsvelta rauðhærða manninum sem hlegið hafði að mér og ég borgaði fyrirtækinu sem hafði logið að mér á hverjum degi í þrjár vikur. ég borgaði. alltaf skal það vera ég sem borga. ég gekk út með tölvuna í fanginu svikin af ábyrgða plaggi, svikin af símagauravini mínum og svikin um gleði föstudagsins.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
þetta er án efa einn lengsti pistill sem þú hefur skrifað...
þetta er án efa einn lengsti pistill sem þú hefur skrifað...
Sibba mín ertu með endurtekningaráráttu:)
... Marta samrta:)
Thetta er ljót saga. Kaerdu kynsvelta manninn og manninn med bordid. Thetta minnir mig a baráttuna mína: http://ofurraudkan.blogspot.com/2006/10/og-jnustuverlaunin-2006.html
Skrifa ummæli