föstudagur, janúar 18, 2008

það er snjór mikill snjór! Ég ákvað að kíkja í bæinn á þriðjudag til að hitta sibbiribbit sem var að koma úr snjó í Norge og Veilí sem kom í bæinn að skoða föt ekki með sveitabragði. Á leiðinni heim lenti ég í óveðri var rúma 2 og hálfan tíma að komast leið sem venjulega tekur rúman klukkutíma! var á þrjátíu alla leiðina frá Borganesi, hef sjaldan eða aldrei verið jafn þakklát fyrir stikur fallegar fallegar stikur sem héldu mér á veginum. En ég komst heil og höldnu heim í heiðardalinn. Daginn eftir var meiri snjór og hvað ákveð ég að gera við fallegu fallegu rauðu þrumuna mína sem hafði svo listilega bjargað mér í gegnum óveðrið án þess að æmta né skræmta kvöldið áður... ég ákvað athuga hvort ég gæti nú ekki komist á stað í skólann á þessum fallega bíl. ég startaði bílnum og jú hún rauk í gang þó ég hefði gleymt ljósinu inní henn alla nóttina. Nú var bara eftir að losa hana úr skaflinum.... en jú hún rauk af stað... aftur á bak því þanngað var minni snjór..... og ég í gleði minni yfir hæfileikum hennar spæni á stað án þess að horfa og beint ofan í skurð. Og nú situr stolt mitt og gleði ofan í skurði og við erum báðar með tár á hvarmi hún ofan í skurði og ég að hugsa um hana ofan í skurði. aumingja aumingja rauða þruman fyrir að þurfa að þjást með svo slæman ökumann innanborðs.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Betri er bíll í skurði en skurður í bíl.

Rauðhetta sagði...

mmmm mikil speki en frá hverjum?

Nafnlaus sagði...

Inga you are amazing.....en þess vegna elskum við þig.....:)