miðvikudagur, janúar 09, 2008

Já nóg búið að gerast síðan síðast: jól, vinna inn að beini, áramót, sibba ammili, vala ammili, tóta ammili og já jesú líka. er komin aftur í sveitina og er í endalausri stærðfræði sem ég veit ekki alveg hvernig æxlaðist að ég er komin í! ég minnist ungrar og saklausrar (já fólk saklausrar) dömu sem leið út úr dyrum MH og lofaði sjálfri sér og öðrum háum rómi að koma aldrei nálægt stærðfræði á ný, a.m.k ekki ótilneydd. En hér er ég í þremur stærðfræðiáföngum og get engum um kennt nema sjálfri mér læst í sveitinni í heimi diffrunar og heildunar sárungra lögfræðikennara með mikilmennsku brjálæði og léttra og laggóðra verkefna í rekstrarhagfræði sem reynast í raun mjög þung og engan vegin laggóð. Já það er gott að vera til... eða eins og lilja hin frækna sagði "lífið er dans á rósum á bleiku skýi"

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eigum vid ad skipta a stærdfrædi og "managing construction projects" .......

En gangi ther vel med stærdfrædina, hun er alls ekki svo slæm... thegar madur fær rettar nidurstodur; )