föstudagur, apríl 18, 2008

já nú er eurovision handan við hornið og þó að ég sé nú kannski ekki stærsti aðdáandi eurotrip techno pop brjálæðis laganna sem oftast skipa stærstan hluta þessarar ágætu keppni þá get ég ekki annað en verið pínku sona spennt þetta árið. ég held að þrátt fyrir að Friðrik Ómar sé einn bjánalegasti maður Íslands og hún Regína hafi farið oftar í eurovision en sænska pían þarna sem ég man ekki hvað heitir, að þau hafi nú aldrei þessu vant barasta hitt á markið. vaninn er að senda út einhvers konar útgáfu af sigurlaginu í fyrra og við áhorfendur getum engst í sætunum okkar heima í stofu yfir vandræðanleikanum að vera með eina lagið sem er rólegt eða eina lagið sem er techno eftir því einfaldlega hver vann árið áður. Eina skiptið sem eitthvað nýtt kom inn var árið sem Palli fór með sófann sinn út... og þá vorum við einu ári á undan öllum öðrum. Myndbandið sem fylgir Eurobandslagin fannst mér einstaklega fyndið og var alveg hissa að þeim hefði dottið þetta í hug. Gaman gaman. svo var ég minnt á þennan gaur....



soldið svipað sona finnst mér....fyndið enga síður.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú kemur sífellt á óvart systir góð hehe

Rauðhetta sagði...

nú hvernig þá?

Nafnlaus sagði...

að finnast lagið og myndbandið skemmtilegt hehe ég hefði nú haldið að þú hefðir óbeit á öllu þessu eurovision væli tíhíhí

Rauðhetta sagði...

nei nei mín kæra systir ég fagna öllu sem veitir mér tækifæri til þess að þjóra fjóra stóra bjóra.... og jafnvel fleiri.