mánudagur, mars 31, 2008

farvel óðal

fallega fallega óðalið mitt í heiðardalnum verður kvatt nú í vikunni. ég fékk afhentan í dag lykil að fjöldaframleiddu Hamragarðaíbúðinni minni og mun nú búa meðal litla fólksins á campus. Ég ákvað að ég væri að missa tengsl við almúgann þarna í höllinni minni og að ég þyrfti að prufa á lífsleiðinni að búa í blokk, svo nú slæ ég tvær flugur í einu höggi.
kveðjur úr sveitinni
Inga fyrirverandi óðalsbúandi

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bíddu bíddu.. hvenær var útflutningspartýið??

Rauðhetta sagði...

hehehe mmmm já hafði bara ekki dottið í hug að halda slíkt!! það er nú alveg vel hugsanlegt! ég flyt út næstu helgi og klára prófin þá líka það er alveg spurning að halda eilítið teiti í sveitinni

Ofurrauðkan sagði...

ha? vantar meiri upplýsingar fyrir fólkið í útlöndum

Rauðhetta sagði...

hehe útlendingurinn minn ég er flutt inn á bifrastar kampus í mjög standard stúdentaíbúð og þarf nú að þjást fyrir partýhald nágranna minna í stað kyrrð sveitarinnar