fimmtudagur, maí 22, 2008

jæja fyrsta lota júróvisjón búin og ég er strax orðin svekkt. Ég grét stórum söltum tárum yfir að missa belgíska lagið út, fannst það agalega krúttlegt og skemmtilegt. ég var líka hissa yfir því að bæði pólland og noregur komust í gegn með ofur döll og alveg eins lögin sín. Bosnía Hersegóvína komst áfram og ég fann gleðina á ný. Vona samt að franski gaurinn vinni, hann er ofur svalur og vídjóið hans er endalaust töffaralegt.
ég las það einhvers staðar að frakkar væru brjálaðir yfir því að hann syngur bara á ensku svo hann var neyddur til þess að bæta inn tveimur línum á ensku..... dáldið öðruvísi en við svona ha? ætli við munum einhvern tímann senda inn annað lag á íslensku?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Áfram Frakkland!