laugardagur, júlí 02, 2005

Væl

jæja vælukjóar!!!
hér hefur ansi mikið verið vælt um að við séum ekki nógu duglegar að blogga hérna inni!! það vonda við að reyna að laga þetta er að líf mitt er svo ómerkilegt þessa dagana að ég hef ekkert um að skrifa! svo þið sem vælið yfir þessu þið vitið hver þið eruð: takk fyrir að minna mig á hve innantómt líf mitt er og hversu ómerkileg ég og mitt vinafólk er. ég vona að þið sofið vel í nótt þið sem eigið meira líf en ég vitandi vits að þarna úti er einstaklingur sorglegri en þið!! ;)
kveðja bitrasta manneskja sunnan alpanna ( norðan þeirra er víst maður sem er bitrari en ég, ég verð að hitta hann, hann er tvíburasálin mín)
Gleðilegt sumar!!!

3 ummæli:

Rauðhetta sagði...

jú jú enda var þetta skrifað frá Honnafirði

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Jæja þar kom smá ferð á þetta. Þú mátt samt ekkert halda að þú getir tekið þér annað frí. Ekki viltu verða að hraðahindrun í stafræna rúntinum mínum?

Rauðhetta sagði...

nei Það vil ég nú ekki eins gott að hægt sé að halda almennilegu tempói í þessu