sunnudagur, júlí 24, 2005

Kleprahengið

Ég vil bara nefna að þessi sumarbústaða ferð sem farin var núna um helgina var sú besta í manna minnum og ef elstu menn muna lengur skulu þeir bara gera svo vel og gleyma því.
Sólin fór ekki bak við ský nema rétt undir nóttina og þegar við hugsuðum til fallina vina í Reykjavík sem ekki komust sökum anna!! Ykkar var sárt saknað!

En eitt var það sem lærðist nýtt um helgina og það er hversu gott orð orðið kleprahengi er... við þ.e. ég og Steinunn eyddum stórum hluta laugardags að flissa yfir þessu orði en nú spyr ég getið þið sagt mér hvað orðið merkir?? ég veit það og núna veit steinunn það en vitið þið það??

Einnig hefur Sirrý löngum kvartað yfir því að hún hafi ekkert "nick name" innan hópsins, en á þessari helgi gleðinnar var það fundið héðan í frá verður hún ástúðlega kölluð Bremsufarið!! Geri aðrir betur! (Hún er svoooo brún eftir þýskaland íverið að við erum öfundsjúkar þess vegna fær hún þetta gæða nick ekki af því hún er með bremsufar!!)

alla vega vonandi verður þessi helgi endurtekin ár hvert og helst oftar... við komum með áfengi heim hvernig væri að fara aftur um næstu helgi??

Gleðileg jól kveðja páskahænan

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég pannt eina sumarbústaðarferð helgina sem ég kem heim í ágúst! ef ekki sumarbústaðarferð þá er líka inn í myndinni að fara í útileigu!