þetta hefur verið stórkostleg helgi, helgi sem mun fara niður í sögunni sem ein af stóru helgunum(ohhh ég kann svo vel að þýða) vala er orðin mamma. eins og lilfríður segir hér að neðan átti vala lítinn strák á laugardaginn. hann er fædddur 11/11 sem er endalaust flottur ammilisdagur. hann er pínkulítill með stórar krumlur og kartöflunef (vala sagði það ég verð að viðurkenna að ég sá það ekki) 13 og hálf merkur og 3350 gr ekki stór en langur og mjór eins og mamman!
hann vildi ekki yfirgefa móður sína og lét hana bíða í tvær vikur fram yfir settan dag, hafði það bara kósí meðan vala var að tryllast. mjög sniðugur ungur maður, pirra móður sína áður en hann kemur í heiminn.
það að einhver sé til í heiminum sem kallar völu mömmu finnst mér með eindæmum skrýtið, svo ekki sé minnst á að völu tókst að framleiða heila persónu meðan við hinar vorum að drekka bjór og vera asnalegar! Vala þú ert hetja. (svo ekki sé minnst á mamma einhvers!)
ég vil bara enda á því að koma því á framfæri að mér finnst drengurinn líkjast mér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Til hamingju Vala og allir sem heimta að eiga eitthvað í þessari nýju manneskju!
Skrifa ummæli