mánudagur, nóvember 13, 2006

við reykvíkingar höfum alltaf talið okkur trú um að við séum stórborgarar sem búum í borg á heimsmælikvarða. í dag sá ég sönnun að svo sé ekki. við erum í raun sama sveitaþjóðin í litla fiskiþorpinu okkar og við höfum alltaf verið.
ég var að keyra í átt að nýju miklubrautinni og festist þar í umferðarteppu, ég leit á klukkuna og sá að það átti ekki að vera umferðarteppa á þessum tíma. þegar ég komst að staðnum þar sem teppan myndaðist tók ég eftir orsökum teppunnar, gæsahópur, gæsahópur sem augljóslega þurfti að labba í hægðum sínum yfir götuna. ég hef sjaldan hlegið jafnmikið ein með sjálfri mér og hætti einungis að hlægja þegar fólk í næstu bílum var farið að horfa undarlegum augum á mig og taka upp símann til þess líklega að hringja í hvítusloppakarlana. við þá er ég hrædd svo ég hætti að hlægja.
ég var að flaksast eitthvað um í bókahillunni minni í gær og fann Emily the Strange bók sem ég er ekki búin að kíkja á í langan tíma. ég verð að segja að ég var einfaldlega búin að gleyma hversu fabúlus hún er.


til að bæta við ég er í Stefnum í bókmenntafræði og verð að segja að ég hlusta yfirleitt ekki mikið en eitt orð sat þó eftir í síðasta tíma...fallógósentrismi... ekki það að ég viti hvað þetta þýðir. en orð sem maður hefur aldrei heyrt áður eru alltaf skemmtileg svo hérna nú sleppi ég því á ykkur.

1 ummæli:

Ofurrauðkan sagði...

issí pissí, Dehli er stórborg og þar stoppa þeir fyrir beljum...same thing.
Góð notun á orðinu flaksast btw.