fimmtudagur, nóvember 30, 2006

sorgarbjór og gleðirauðvín

þegar veturinn og haustið ákveða að skipta um stað á almanakinu verða hlutirnir skringilegir. þetta er eins og fullt tungl eða jafnvel blátt fullt tungl! hundar gagga kettir getlta og fólk heldur sig innan dyra.
að labba um götur reykjavíkur í rokrassi með sandinn í augum og saltið á skónum er eitt það haustlegasta sem til er.
SYTYCD eru bjánar sem kusu út uppáhaldið mitt ég grét stórum söltum tárum! og ég ætla að drekkja sorgum mínum í bjór annað kvöld einhver með?
einnig ætla ég að drekka rauðvín í fagnaði fyrir því að vera búin með fyrstu lokaritgerðina mína.
gleðirauðvín og sorgarbjór á morgun?

8 ummæli:

Ofurrauðkan sagði...

totally...eftir blysgöngu þó

Nafnlaus sagði...

Jebb...tótalí....ég þarf á einum drykk eða svo að halda eftir að ljúka vinnuvikunni sem vampíra...


hvaða staðir eru svo hipp og kúl í dag? Að drekka bjór á sko...


errr...Lára

Nafnlaus sagði...

Jebb...tótalí....ég þarf á einum drykk eða svo að halda eftir að ljúka vinnuvikunni sem vampíra...


hvaða staðir eru svo hipp og kúl í dag? Að drekka bjór á sko...


errr...Lára

Rauðhetta sagði...

hmmm engir staðir eru hipp þessa dagana en samkunduhúsið er ávallt opið gestum

Ofurrauðkan sagði...

það er svo magnað að gleðibjór getur leitt af sér sorg, en sorgarbjór gleði. Merkileg þessi tilvera.

Nafnlaus sagði...

ekki gleyma afmælinu mínu Inga! annars færðu ekki að koma á þínu afmæli-þú hefur 5 klukkutíma og 17 mín til að láta í þér heyra...mmúhahaha

Nafnlaus sagði...

ég er vonlaus og missti af þessu tveir tímar, en áttu ekki enn afmæli á norðurpólnum?? til hamingju sibban mín

Nafnlaus sagði...

jú þú rétt náðir-takk og þú mátt koma! hlakka mikið til...og enn meira að koma heim sjálf