þriðjudagur, febrúar 06, 2007

það er kominn febrúar. ekki merkilegar fréttir kannski en gerir það enga að síður að verkum að ég virðist hafa komist í gegnum fyrsa mánuð þessa ágæta árs án þess að taka nokkuð eftir því. allavega það er kominn febrúar.

ég hef í gegnum tíðina forðast það að horfa á fréttatímann, fyrst af því að ég nennti því ekki, fullorðið fólk að röfla hver nennir því. núna horfi ég ekki á fréttirnar því að það gerir mig sorgmædda, reiða og bitrari en ella. misnotkun á öllum tímum, aldri og kynjum. fyrirmenn í þjóðfélaginu standa jafnvel fyrir því. bandamenn að skjóta niður bandamenn óvart.... æi úpps ég missti sprengjuna mína á gaurinn helduru að það sé ekki í lagi? selja ungabörn í rússlandi fyrir 40000 kall, ætli maður finni greyin ekki ódýrara annarsstaðar, barn fyrir 40000 chihuahua fyrir 250000 það er fullkomið réttlæti. laminn með garðslöngu fyrir að setja spýtu í klósettið. sendur á barnaheimili í fimm ár fyrir að líka illa við yngra systkinið þitt, þess má geta að barnaheimilið var þekkt fyrir alls konar misnotkun heimurinn er að fara til fjandans. ég ætla bara að halda áfram á að horfa á lois og clark og þeirra dásamlegu vandamál, þið megið eiga fréttirnar og restina af raunveruleikanum

1 ummæli:

Ofurrauðkan sagði...

ég er ekki haldan jafn gríðarlegri fréttafóbíu og margir í kringum mig, en ég snökti pínu þegar ég las þetta.