mánudagur, febrúar 12, 2007

finnst ykkur stundum eins og einhver annar noti íbúðina/húsið/herbergið sem þið eigið meðan þið eruð ekki þar. ég hef fengið þessa tilfinningu meira og meira upp á síðkastið. mér hefur fundist þetta frá því ég flutti inn á bergþóruna en verandi mesti scatterbrain í heimi hef ég ekki pælt meira í því þegar ég finn dótið mitt á öðrum stað en mig minnti að ég hefði lagt það frá mér en nú er þetta farið að keyra út yfir allan þjófabálk. ekkert sem ég á er á réttum stað. og ég finn ekki lengur kjúklinginn sem ég veit að var inní frysti og frystihólfið mitt er á stærð við frímerki, ætti ekki að vera auðvelt að týnast þar inni! það er erfitt að hugsa um það að einhver annar noti dótið mitt og sé í íbúðinni minni sérstaklega þegar maður er svo þunnur að manni er illt í hárinu!

2 ummæli:

Ofurrauðkan sagði...

Hmm, hver gæti verið með lykil að íbúðinni þinni?

Rauðhetta sagði...

svona um það bil 30 manns, heimili mitt hefur svo ástúðlega verið kallað samkunduhúsið eða sambýlið...(verst að ég sit ein uppi með leiguna!)