mánudagur, apríl 02, 2007
ættingjar
ættingjar... þú getur ekki valið þá og þeir völdu þig ekki en þið þurfið enga að síður að deila plássi með þeim i einhverri veislunni eða erfidrykkjunni nokkrum sinnum á ári. mínir ættingjar eru sossum allt í lagi nema þau hafa þau áhrif á mig að mér líður eins og ég sé vel gölluð eða að minnsta kosti svakalega ófríð þar af leiðandi að ég er ekki með sjö börn hangandi utan á mér og einhvern aumingja í eftir dragi sem kallast kærasti/unnusti/ eiginmaður. Ég er í augum ættingja minna eldgömul piparjónka sem á sér ekki viðreisnarvon. Þess má geta að þetta er sama fólkið og heldur að það sé í fínasta lagi að vera óléttur löngu fyrir tvítugt! jæja það er svartur sauður í hverri fjölskyldu og mér til mikilar hamingju er það ég í minni. ég var allavega betri í þeirra augum þetta árið verandi orðin ljóshærð en ekki rauðhærð svarthærð eða sköllótt þökkum gvuði fyir það...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hmm.... e-ð kannast ég við svona þó að mínir ættingjar séu kannski ekki alveg fyrir óléttur löngu fyrir tvítugt þá þyki ég nú helvíti gömul fyrir að vera ennþá einhleyp og ekki einu sinni með nokkur lausalingsbörn!!!
Skrifa ummæli