mánudagur, apríl 16, 2007
allt í lagi ég er vön að væla, að kvarta, að skammast og vera yfirleitt fremur reið út í heiminn og íbúa hans. og allt í lagi ég geri mér fyllilega grein fyrir að ég hljóma eins og asni mestan hluta tímans en ég reyni þó að halda ranti mínu og orðagubbi fyrir mig og fólki sem er næst mér þá og þá stundina. og ég ætla ekki að hætta því. hefur einhver gluggað í tímaritið sem kom inn um lúgur landsmanna í vikunni, blaðið sem heitir því fjálega nafni 103 tímarit. á að vera einhvers konar auglýsingabæklingur um kringluna og verslanir hennar. jú jú allt gott og blessað, greip þennan bækling gluggaði í hann sjá sætan kjól, skó sem mig langar í og allt allt allt of dýrt hálsmen. svo fór ég að skoða blaðið nánar. framan á blaðinu er mynd af fjölskyldu, krakkinn er einn upp á eldhúsborð að skreyta köku á meðan mamma situr fyrir neðan í snípsíðum kjól með útglenntar lappir. var ekki verið að kvarta yfir fermingarbæklingnum og dónalegum myndum af smástelpum. svo fletti ég lengra, þetta virðist vera eitthvað þema í blaðinu svona fjölskyldu þema þar sem fleiri myndir af þessari hamingjusömu fjölskyldu. mamman sífellt í fínum fötum og horfir ekki á börn sín, hálf nakin í kynæsandi náttkjól í rúminu umkringd börnunum. ok smart. svo kíkti ég á textann, augljóslega er það verk manneskjunnar sem fann upp á þessari snilldarhugmynd að segja foreldrum hvernig best væri að ala upp börn sínog haldast jafnframt í tískunni. og ráðgjöfin inniheldur: þú lætur börnin bara elda og baka þá sparast tími og þú þarft ekki að hafa ofan af fyrir þeim. ef þau eru fleiri en eitt að elda eða baka er betra að fylgjast með þeim til að forðast kekki í matnum! svo verðuru að hafa bræður í sama herbergi og leyfa þeim að slást, til að forðast ferðir á slysavarðsdeildina er samt betra að hafa yngri bróðurinn með hjálm. inni. alltaf. og já börn eiga ekki að borða sykur og ekki hundar heldur. pant að þetta blað komi út aftur og sama manneskjan hanni konseptið, skemmtunin er augljós.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
fannst þér þetta skemmtilegt eða varðstu pirruð?
sitt lítið af hvoru held ég, ég var pirruð yfir því að svona bjánaleg mistök eigi sér stað og ég gladdist í minni skemmdu sál að ég gæti kvartað yfir þessu.
ingu finnst skemmtilegast af öllu að vera pirruð..
P.S. passwordið mitt virkar ekki lengur - inga ertu búin að taka völdin?
Lilja
dísess hvað er málið marta er líka útilokuð og ég var það sjálf um daginn hvað er málið ef ég ætlaði að taka völdin myndi ég ekki byrja hér...
Skrifa ummæli