tíminn er ansi afstæður ekki satt?
ég "lenti" í því í sumar að vinna sem leiðbeinandi hjá Vinnuskólanum sem þýðir að ég er hangandi með 15 krökkum úr níunda bekk alla virka daga. Mér finnst ég nú ekkert rosamikið eldri en þau!! ok kannski langt síðan ég var 15 ára en ég er nú ekkert á grafarbakkanum. enga að síður eru þessar elskur handviss um að ég sé að minnsta kosti 30, og ég var einnig spurð hvað ég ætti mörg börn!! ekki hvort ég ætti börn! þegar ég játaði fyrir þeim að eiga ekki eitt einasta kom spurnar svipur á þau og einn sagði " af hverju áttu ekki börn, þú ert orðin svo gömul?" Allt í lagi! ég er ekki enn þá fallega 14 en óþarfi að láta eins og maður sé að dauða kominn! 6ára börn og yngri mega spyrja svona ekki 15 ára gamlir krakkar! Ég er að hugsa um að mæta með göngugrind í vinnuna ámánudaginn!
Kveðja Elsta konan í Öskjuhlíðinni
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Ertu viss um að þú sért ekki með ,,sérstaka" hópinn?
haha ég kannast ansi vel við þetta inga mín... krakkarnir hjá mér seinasta sumar gátu ekki skilið a) afhverju ég ætti engin börn og b) afhverju ég átti enn heima hjá mömmu og pabba.... ok ég viðurkenni það að maður ætti kannski að fara að drífa sig að heiman þegar maður er orðin 21 árs (nb. er 22 núna) og ég beið bara eftir því að þau færu að spyrja mig hvenær ég ætlaði að fara að gifta mig....
ég er með hæsta máta venjulega krakka sem gerir hlutina jafn vel enn verri!! og þórunn ég hef ekki enn sagt þeim að ég búi hjá mömmu og pabba 23 ára eins og gamall perri, ég veit ekki hvað verður sagt um mann þá! þau taka pottþétt völdin og lemja mig á hverjum degi
já kannski bara best að þú haldir því alveg útaf fyrir þig..... Vil ekki þurfa að koma heim og heimsækja þig á bráðamótökunni....
Vá hvað þú ert að fá mikið af óverðskulduðum hittum frá mér í kánterinn þinn.
heyrðu góði ekkert sem ég fæ er óverðskuldað, ég er æði í mínum eigin heimi og fæ því allt sem ég vil og á það allt skilið!!!!!!!!!!
Skrifa ummæli