með hverri mínútunni sem líður þar sem í bý fallega pöddufulla húsinu mínu elska ég miðbæinn og tilveruna þar meira. hvar annarsstaðar getur maður legið upp í rúmi og hlustað á rigninguna leka niður skemmdu skemmdu þakrennuna með fallegu fosshljóði. og ef maður þarf ekki að pissa á 7 sekúndna fresti af þessu fallega fosshljóði sjá nágrannarnir um það að vera sífellt á klósettinu. nei annars ég er ánægð með sumarbústaðastemminguna í fallega fallega húsinu mínu og á eftir að eyða löngum stundum þar, með öllum nýju silfurlituðu gæludýrunum mínum.
þetta er skrýtin byrjun á ári, Láran horfin, komin með eigin íbúð, orðin gömul, skil ekki skólann(reyndar ekki svoo skrýtið, og svo ofan á allt annað er bara komið sumar í febrúar. sannir íslendingar vilja ekki sumar í febrúar sérstaklega þegar almennilegur snjóvetur á enn eftir að láta sjá sig.
kveðjur frá öllum pöddunum á bergþórunni
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Sammála með sumarið. Ég veit ekki hvað þetta á að þýða.
Ahh sá gaur. Djöfull var það fyndið.
jiss í það minnsta langar mig að hitta parið sem að undirbúa sig undir Rocco. áhugavert fólk það. en já hvað eru nöfnin Lára, ég gæti verið búin að klípa gæludýrin þín í tætlur inní pappír :( sorry
Skrifa ummæli