þriðjudagur, febrúar 14, 2006
mér er ekki vel við daginn í dag. ég vaknaði í morgun og hélt að það væri þriðjudagur. ég hélt mér í þeirri veiku von þar til út fyrir húsins dyr var komið og allir löbbuðu um með sykursætt bros á vör og önduðu frá sér bleiku skýi valentínusar. ég hélt áfram að halda í von um venjulegan þriðjudag þar af leiðandi að við erum íslensk og ekki jafn væmin þjóð og margar aðrar. svo fór ég inn í strætó. þar var enn fleira fólk með bleikt bros á vör og bílstjórinn óskaði mér til hamingju með valentínusardaginn. en þar af leiðandi að ég er vongóð og geðgóð ung kona ákvað ég að halda í vonina um venjulega þriðjudag ögn lengur. og fór inn í búð. þar réðst á mig eldri kona og spurði hvað ég hefði fengið í valentínusargjöf. þegar ég hváði og sagði ekkert horfði hún á mig með samúðaraugnaráði og sagði "kannski næsta ár". áður en ég náði að bregðast við var hún horfin inn í ostadeildina. vonin er brotin og þessi þriðjudagur verður ekki venjulegur framar, hans verður minnst sem dagsins þar sem vonin dó.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Hvað er að fólki! Afhverju höldum við ekki bara líka upp á Sankti Patreksdag og þakkargjörðarhátíðina? Eða þá ramadan?...fífl.
Í dag slökkti ég á símanum og forðaðist allt augnasamband.
ú sankti patreksdagur hljómar mjög skemmtilegur, er ekki mikið af áfengi í honum? miklu betra en bleikidagurinn
..af hverju ekki bara að fara að hitta bílstjórann sem óskaði þér til hamingju með daginn!
hah nah ég set stopp mark við menn sem eru eldri en 50 ára, fuzzy cow i am
Ég hefði gubbað á fólk ef það hefði óskað mér til hamingju með valentínusardaginn...en ég fíla konudaginn í t-ætlur.
og Heilags Patreksdagur er góð hugmynd, ég lít vel út í grænu, og allir líta vel út eftir nokkra bjóra.
Skrifa ummæli