sól skín í heiði og boðar að það sé sumar á næsta leyti. og mikið er ég fegin, maður getur skriðið upp úr svartnættis púpunni og brosað hamingjusamur út í lífið. leiðindavetur með engum snjó alveg að baki og mál til komið að dusta ryk af sandölum og sólgleraugum. árshátíð handan við hornið og maður veit ekkert hvað skal gera eða í vera. kannski bara grímuball í staðinn.
sibba á leið til láru öfundsýkin alveg að drepa mann og mús og vonandi skemmta þær sér jafnvel og við eigum eftir að gera í allsherjarpartýinu sem við höldum alltaf þegar þær fara af landi brott.
bless sibbiribbit og knús til láru kláru
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Það á svooo tótallí eftir að snjóa bráðum. Svo held ég að skammdegið eigi líka eftir að koma með smávegis kommbakk eftir helgi.
Skrifa ummæli