laugardagur, mars 25, 2006

það er alveg stórmerkilegt að eyða deginum í smáralindinni, ekki þar með sagt að maður geri það án þess að fá borgað. fólkið sem mætir í smáralindina fallegu klukkan 11 á fallegum laugardagsmorgni þegar sól skín í heiði og maður ætti að sitja í heita potti einhverstaðar úti á landi er ekki í lagi. en það er mjög skemmtilegt að fylgjast með því út um neon upplýstan glugga bodyshop. ég sá elstu konu í heimi labba framhjá á furðugóðum hraða. ég sá mann í wifebeater og stuttbuxum og sandölum með flugstjóragleraugu, hann greip sólina með báðum höndum hélt að það væri komið sumar. ég sá fullt fullt af skemmtilegum útlendingum með bros á vörum sem aðeins fólk sem er ekki í heimalandi sínu getur sýnt. ég sá lítinn strák að þefa upp úr ruslatunnu og verða steinhissa yfir því að lyktin væri ekki góð. ég sá konu með skrýtnar augabrýr og mann með eina alveg eyrnanna á milli. ég sá og hlustaði á konu segja mér frá því að það væri víst til krullukrem í bodyshop jafnvel þó að ég væri búin að sýna henni fram á að það væri ekki satt. ég fékk lífssögu húsmóður sem býr í hafnafirðinum á fimm mínútum, býst við að það hafi verið styttri útgáfan.
ég sá minnsta hund í heimi.

það var ekki mikið að gera í vinnunni

4 ummæli:

Ofurrauðkan sagði...

Undarlega ekki mannkynshatandi pistill hjá þér Inga mín, ertu að mýkjast með árunum?

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Happí gó lökkí.

Rauðhetta sagði...

svona er þetta, maður nálgast einnfjórðaúröld aldurinn og verður mjúkur!

Rauðhetta sagði...

hah ég lofa því hvernær kemuru heim hvaða dag sko? hmmm verð að æfa biturleikann á einhverjum ...einhverjar uppástungur?