föstudagur, mars 31, 2006

að horfa á sjónvarpið er eitthvað sem ég geri meira af en hollt getur talist...ég ætla ekki að hætta því, en ég komst nokkuð nálægt því að vilja aldrei framar kveikja á heittelskuðu sjónvarpinu mínu í gær, á skjá einum voru þeir að sýna beint frá ungfrú reykjavík, jújú það er sossum pirrandi í sjálfu sér að eyða tveim tímum af fínum dagskrá tíma í þessar beyglur(biturð) en þegar að þær tóku að dansa þrjár og þrjár saman við eitthvert hippeti hopp lag þá hélt ég að dagar mínir væru taldir. þetta er með því vandræðalegra sem ég hef séð í íslensku sjónvarp og stelpugreyin sem örugglega hafa ekkert búist við að þurfa að skekja á sér rassin fyrir framan alþjóð voru hreint alveg jafn vandræðalegar. ég held að nýr aumingjahrollur hafi verið fundinn. svo var stelpuafglapinn sem vann alveg kostuleg á svipinn, eins og hreindýr í framljósum! skilið þessum tveimur tímum til baka líf mitt verður aldrei samt.

8 ummæli:

Ofurrauðkan sagði...

Mér finnst mjög skemmtilegt að fá gagnrýni á þessa keppni sem er ekki byggt á feminískum ástæðum heldur á fagurfræðilegum poppmenningargrunni.
ojá og ojá

Rauðhetta sagði...

já feministar kverta ábyggilega alveg nógu mikið yfir þessum keppnum og maður gæti alveg talað um svoleiðis ástæður þar til kýrnar koma heim en ég nennti því ekki þetta árið :)

Nafnlaus sagði...

Hey.. listamenn keppa í því sem þeir gera, MTV awards, Grammy og Óskarinn, jafnvel Feneyjartvíæringurinn eða hvernig sem það er nú skrifað, rithöfundar fá Man Booker verðlaunin, sá sem er besta manneskjan fær friðarverðlaun Nóbels og eitthvað gáfað lið keppir um aukaverðlaunin í því, stjórnmálamenn komast að hversu vinsælir þeir eru í hverjum kosningum og mongolítar fá að halda leiksýningar. Allt þetta gerir fólk af því það vill fá viðurkenningu og gerir það vert að lifa lífinu. Ég skil ekki af hverju þetta fólk má ekki keppa um það hver er fallegastur, kannski er þetta það eina sem það skarar fram úr í.

Rauðhetta sagði...

og þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég vildi ekki opna þessa umræðu...

Ofurrauðkan sagði...

það sem Inga var að gagnrýna voru ekki forsendur keppninnar eða tilveruréttur hennar heldur var hún að gagnrýna þetta fyrir að vera vont sjónvarpsefni, ópró.
Hún hefði kannski ekki gert það ef að þetta hefði verið amrískt og vel æft.
pandoras' box. has been opened.

Nafnlaus sagði...

hver í fjanadanum er þetta indiana penis

Nafnlaus sagði...

hver í fjanadanum er þetta indiana penis

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Æ Már...þú ert svo fullur af skít.