mér hefur löngum þótt alveg nóg um fjölda ofurhetja og hæpið sem er í kringum teikningar/teiknimyndir/bíómyndir með þessu fólki í aðalhlutverki. það er allt saman gott og blessað að fagna því að vitleysingar í allt of þröngum fötum ákveða að bjarga heiminum einn glæpamann í einu en hvers eiga misheppnuðu ofurhetjurnar að gjalda? hver gerir bíómynd um næstumósýnilegamanninn eða skrifar teiknimyndasögu um meðofnæmifyriröllukonuna?
á tímum umburðalyndis ættum við að taka höndum saman og styðja þessar misskildu hetjur, þær eru eins og rauðhærðir: meingallaðir en geta bara ekkert gert að því.
allt vald til minnihlutans
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hefurðu ekki séð The Tick?
Þar eru frekar mislukkaðar hetjur, Batmanuel þar í uppáhaldi.
hæ hæ allir saman
Mig vantar fólk til að taka þátt í könnunninni minni. Sendið mér e-mail á masdottir@gmail.com og ég sendi hana tilbaka.
Mig vantar sem flesta til að taka þátt og því miður verð ég að fá svörin helst sem fyrst, er að lenda í geðveikum vandræðum með þetta.
Takk takk
Elín
Skrifa ummæli