fimmtudagur, mars 02, 2006

þetta er ekki dagur daganna.
til að byrja með var ritgerðarpróf í dag og kennarinn minn ákvað að taka af mér glósurnar sem ég hafði gert fyrir ritgerðaprófið, ætli hún haldi að ég hafi svindlað? hún sagðist bara vilja skoða þær í samræmi við ritgerðina mína? það væri nú alveg eftir mér að láta reka mig úr háskólanum vegna svindls og ég fékk ekki einu sinni að svindla almennilega, hent út fyrir asnalegann misskilning töff.

og ofan í það þá gleymdi ég að kaupa árshátíðarmiða, jæja það er alltaf næsta ár. að vera heima á föstudegi að horfa á charmed er ekki svo slæmt er það nokkuð?

og það er allt í drasli heima og ég er ekki með stöð 2 og er alveg dottin úr nágrönnum.

ljóti helvítis dagurinn vona að hann komi aldrei aftur

Engin ummæli: