sunnudagur, september 24, 2006

já helgin er búin. mánudagur ógnar manni með þurrkuntuskap og leiðindum. ég hef áður rætt um hatur mitt á g-strengsnærum en það er svo djúpstætt að ég hef ákveðið að ræða þetta enn frekar. hverjum datt þetta í hug? eins mikið og ég vildi geta kennt einhverjum karlfauskinum um þetta er ég nokkuð viss um að einhver kjánakonan hefur fundið upp á þess. konur eru konum verstar. hún hefur litið á tannþráð og vasaklút og ákveðið að spara og búa sér til nærur úr þessu. svo hefur vinkona hennar séð hana í fína dressinu og hugsað mikið er þetta smart og sniðugt, ég get leyft rasskinnunum að hlaupa frjálsar um í buxunum. eins get ég leyft hliðarböndunum að skerast inn í hliðarspikið og gert mig feitari en ella. maður getur litið út eins og bjúga með bandi! mikið er þetta góð hugmynd, ég vil koma þessu á sem tísku og til að tryggja það að þetta sé alveg örugglega óþægilegt fram í fingurgóma ætla ég að setja slaufur, semalíusteina og annars konar skraut alveg við rassboruna svo að það geti rispað rassinn á heimsku konugreyjunum sem asnast til þess að falla fyrir þessu.

til hamingju með ammilið helgipelg og hlöðver 37 og 21 grafarbakkinn bíður!

1 ummæli:

Rauðhetta sagði...

já auðvitað maður þarf að ala lýðinn!