hvað er að íslendingum? er eitthvað í vatninu sem ég missti af?
jú jú gott hjá magna hann var ágætur í þessum rockstarþætti, en er ekki óþarfi að missa sig algerlega þegar manngreyið kemur heim?
það mætti halda að elvis hefði risið upp frá dauðum eins og fólk lét í smáralindinni í gær. ég ætlaði gjörsamlega að sniðganga þessa geðveilu en nei þessu var sjónvarpað og ég "neyddist" til þess að horfa á húsmæður úr borgarfirðinum missa hland þegar magni steig í salinn með sólgleraugu á nefinu í rigningunni á íslandi. manngreyið kemur heim til fjölskyldu sinnar eftir 3 mánaða fjarveru og íveru í sviðljósinu, finnst fólki líklegt að hann vilji koma í smáralindina og gefa 5 ára gömlum börnum eiginhandaráritanir í stað þess að fara heim til konu sinnar og barns og loka sig inni í mánuð! nei við heimtum að hann sýni og horfum svo á hann með aðdáun skekja sig á sviðinu syngjandi sama lagið og hann hefur sungið fjórum sinnum áður! jibbý!
velkominn heim magni
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Velkomin aftur bitra Inga! we've missed you :)
hih já veturinn er kominn og biturðin með
fór biturðin??? veit ekki betur en að hún hafi verið til staðar alltaf???
annars máttu aldrei missa hana, það er biturðin sem ég elska mest við þig kæra vinkona...kossar og knús, sibba
já þetta er alveg rétt hjá þér kæra systir(ingimagnús)ég tek það fram að ég var ekki ein af þeim sem þeysti í Smáralindina. Þú ert yfir bitra lúsin love jú Helga
yfir bitra lúsin er líka indiána nafnið mitt! Sibbsið mitt! velkomin til skotlandsins. auðvitað er ég alltaf bitur en þegar það er myrkur 18 klst á sólarhring er auðveldara að vera enn bitrari en áður!
Skrifa ummæli