þriðjudagur, mars 11, 2008

ég hef ekki verið veik lengi. þetta hugsaði ég fyrir um það bil viku og það hlakkaði í mér, hah hver segir að maður geti ekki lifað óhollu lífi og samt aldrei verið veikur! mmmm já það gekk eftir karma kom og lamdi mig í klessu fyrir að voga mér að hugsa svona. ég er með kvef í nefi og augum, með hálbólgu, magakveisu og hósta bara svona til að gera lífið yndislegt í síðustu viku þessarar annar. ég var einnig búin að gleyma hvað maður hljómar fallega með nefið, ennisholur og aðra kirtla fulla af hor. rödd mín bergmálar um sali Bifrastar sem rödd þroskahefts frosks með smámælgi og skánskt skroll sem vinkonu minni er svo tíðrætt um. það er fallegt að fá undarleg augnatillit í tíma þegar maður gerir þau mistök að opna munninn og það frá kennaranum. þá ég heldur ekki við þessi venjulegu augnatillit fyrir heimskulegar bjánaspurningar heldur er nú kominn aukinn viðbjóður í augu kennara minna og samnemenda, viðbjóður sem birtist eftir að karmað kom og gaf mér það sem ég átti skilið. vonandi verður þetta orðið betra þegar ég fer til Danmerkur, það er nóg að vekja viðbjóð einnar þjóðar, sjálfsálit mitt þolir ekki viðbjóð annarar. karma bítur. gott að vera að fara flýja land.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað ég held að tímaskyn þitt varðandi veikindi sé brenglað!

En vona samt að þér batni fljótt svo að þú þurfir ekki að vekja VIÐBJÓÐ dananna, það þarf nú að vera ansi slæmt til að þeir fari að gera grín að því hvernig þú talar ;)

Rauðhetta sagði...

tímaskyn? mitt? brenglað? I think not