mánudagur, október 24, 2005
kvennafrídagurinn
í dag er hinn margumtalaði kvennafrídagur. og það er ekkert nema gott mál. það þarf að beina sjónum fólks að því að konur hafa 44%lægri laun en karlar. en ég lenti í umræðum um þetta í morgun við vinkonu mína og við sömdum þá kenningu að karlar hefðu þetta hærri laun vegna fimmta útlimsins hver maður getur séð að fimm vinna meira en fjórir ekki sattt? og þá datt okkur í hug að við konur gætum grætt á okkur handlegg og þá væri málið leyst. handleggsígræðsla hlýtur að vera einfaldari en kynskipti aðgerð! valt þá upp mikilsverð spurning sem ég ýti yfir á ykkur : eru brjóst útlimir? erum við þá með 6 útlimi og ættum að hafa meiri laun en karlar! þá höfum við eitthvað að kvarta yfir! ég spyr því aftur Eru brjóst útlimir?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
16 ummæli:
...nei.
og bíddu fær maður ekki snefil af rökstuðningi?
Neibb. Ég þarf ekkert að rökstyðja, þú og vinkona þín eruð fullar af skít.
Audvitad aettum vid ad hafa haerri laun en karlar, med 6 utlimi!! Madur var bara ekki buin ad fatta tetta. Allar konur ad bidja um launahaekkun ut a brjostin!
Skoh..ef ég hefði verið að hugsa með þessum svokallaða ,,fimmta útlim" (sem ég samþykki ekki sem útlim í fyrsta lagi) þá hefði ég ekki svarað á þennan hátt. Ef ég leyfði ,,fimmta útlimnum" að svara þá myndi það líklega hljóma einhvern veginn svona:
,,hey beibí, ég skal sýna þér hvernig ég get notað alla mína útlimi án þess að það hafi nokkur áhrif á heilastarfsemi mína og fengið hærri laun í millitíðinni." (með tilheyrandi blikki og bendingum)
eða þá:
,,Ég skal sýna þér hversu starfhæfur fimmti útlimurinn minn er ef þú sýnir mér hversu starfhæfir útlimir númer 5 og 6 eru hjá þér...beibí"
Skilurðu?Ég reyndar skil bara í fyrsta lagi ekkert í sjálfum mér...að ég sé að virða þennan rökstuðning þinn með svari. Þið eruð báðar tvær svoooo fullar af skít.
heyrðu mig nú, mér þykir þú ansi fúlmáll í garð okkar Láru. við höfum engan veginn gert neitt á þinn hlut svo vinsamlegast taktu fimmta útliminn úr rassinum á hundinum þínum og hættu þessu skítkasti! og hver tók út commentið? ekki var það ég!
Æ ókei, það lítur út fyrir að ég hafi verið einum of harðyrtur (Inga er sármóðguð amk). Skiptið bara út ,,fullar af skít" fyrir...hvað skal segja?...,,æ þetta er nú meira bullið í ykkur stelpur! Tíhí. Þið eruð svo kreisí."
heh þetta er betra hæfir hárstílnum betur kapteinn!
ég vil einnig benda á að ég er alltaf sármóðguð svo enginn sigur hefur verið unninn, ég skal vera sármóðguð þar til ég drepst (eða einhver myrðir mig fyrir að vera sármóðguð) segið sármóðguð 10 sinnum í röð hratt!
Afsökun?! Þú oftúlkar Lára...oftúlkar!
helvítis andskotans skítkast er þetta alltaf hreint!! engin var afsökunarbeiðnin, hann lamdi bara hundinn af sér og blótaði! meur má hvergi vera fyrir uppskrúfuðum menningarsinnum sem þykkjast vera mestir manna í heiminum einfaldlega vegna fimmta útlimsins! andskoti....
(hvernig var þetta Lára? hann komst ekki upp með þettta núna!:)
heh slagur í nánd múhahah)
Æ þetta er nú meira bullið í ykkur stelpur! Tíhí. En þú Már...þú ert fullur af skít.
Ég hins vegar viðurkenni að ég hafði rangt fyrir mér í síðasta kommenti. Þetta var engin oftúlkun heldur streit öpp rangtúlkun.
...piff. Talandi um typpi og brjóst eins og það skipti máli. Ég gæti verið betri feministi heldur en þið báðar tvær samanlagt.
hvernig væri þá að reyna að vera feministi? og ef út í það er farið þá hef ég barast aldrei sagst vera feministi! typpi og brjóst skipta máli! þau skilja kynin að! og már þegi þú! einn frídagur á 30 ára fresti! næst kvartaru yfir því að karlmenn fari ekki á túr það er þú sem ert kelling og hana nú! og davíð hafðu barasta manndóm í þér að standa við skítkastið og hættu þessu flissi, fliss er fyrir stelpur! þú mátt ekki flissa!
og slagurinn hefst ullabjakk sjáðu hvað þú hefur ýtt mér út í lárus minn
er ég á túr hvað meinaru??? má ég ekki vera agressive án þess? konur þurfa sem sagt að láta blæða úr sér til þess að mega kvarta! Og tilfinningarugl er þetta tilfinningarugl? Ég bíð líka enn spennt eftir röksemdarfærslu þinni, hún hefur ekki sést, hingað til hefuru kvartað meira en meðalkelling!
já við gerum líka 60 % meira en þið með 1/4 heilanum okkar... það var í sömu vísindarannsókninni!
Skrifa ummæli