þá er kvennafrídagurinn liðinn og 30 ár í næsta. þessi dagur var nú bara góður og blessaður. ég verð að viðurkenna að ég fann til stolts yfir því að vera kona þegar ég sá galvaskar kynsystur mínar ganga niður laugaveginn með sultardropa í nös og baráttuorð á vör. Baráttuorðin hefðu nú mátt vera betri, svona fótboltasöngvar eru ekki alveg málið, en allt í góðu samt.
en ekki fengu allar konur frí. sum fyrirtæki gáfu öllum starfsmönnum sínum frí sem er náttúrulega gott og blessað, jafnréttið þið skiljið. en önnur létu það bara vera, sérstaklega fannst mér um það að konur væru að vinna í afgreiðslu, í sjoppum og á þessum miðbæjarkaffi húsum. og engin virtist kippa sér neitt upp við það. rjóðar konur með frí í vinnunni til að mótmæla launamismuninum pöntuðu kaffi af konum með lægstu launin sem neyddust til að vinna. eitthvað skrýtin mynd það? stelpukindin sem ég keypti af í sjoppunni tjáði mér það að "hún væri í vaktavinnu og hefði ekki tíma fyrir kvennafrídaginn". ég dauðvorkenndi henni og sárskammaðist mín fyrir að versla af henni, bað hana afsökunnar og hef hugsað mér að bjóðast til að vinna fyrir hana á næsta kvennafrídegi. svo að ég er bókuð 24 okt 2035...
en þrátt fyrir þetta var þessi dagur velheppnaður og ég sofnaði með von í hjarta um að við fengjum ef til vill jöfn laun fyrir næsta kvennafrídag.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli