mánudagur, október 17, 2005

ég hef gaman að bíómyndum... það er sossum ekki leyndarmál að ég hef gaman að asnalegum myndum. Skemmti mér iðulega mjög vel yfir einhverri kjánamyndinni um ekkert, mynd sem ég gleymi hvað var um 7 sekúndum eftir að þær enda. En þær skemmta mér vel í þessa tvo tíma svo ég kvarta ekki yfir því en hvernig getur það verið að við séum orðin svo firrt að þeir eru að gera fleiri og fleiri kvikmyndir eftir tölvuleikjum, eins og þessari af hverjum megum við ekki bara hafa eðlilega þróun á hlutunum og fá tölvuleikinn eftir á?? hvernig vitum við hvort kom á undan... nógu slæmt er að geta ekki lengur fengið fólk til að lesa bækur því að bráðum kemur kvikmyndin og þá þurfa heilalausir meðborgarar mínir ekki að erfiða of mikið. Ok ef einhver er í skýunum yfir þessari þróun vinsamlega ekki segja mér frá því.. heimstyrjaldir hafa hafist af minna tilefni!

p.s. það er mánudagur, helgin var erfið og ég er pirruð og bitur þ.e. meira en venjulega....


ljós punktur það var partý gleði um helgina, takk fyrir það Marta og Sirrý, Mojito eru nýji fjólublár og appelsínugulur og bara allir litir

bara frægt fólk "má" vera með sólgleraugu í myrkri.
mmmmm...spongebob er flottastur

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

tæknivæðingin er greinilega orðin mikil á þessum slóðum. Líst vel á þetta Inga! Gaman að fá að skoða myndirnar þínar. Áfram svona meira meira!!!!

Rauðhetta sagði...

hih já ég er nú ekki svona klár af sjálfstáðum! tókst reyndar að troða myndum inn í bloggið ein en myndirnar allar til hliðar eru ekki mitt verk svo ég get ekki tekið allt kreditið sniff sniff hvenær kemur þú annars heim kona ?

Nafnlaus sagði...

sniff sniff ekki fyrr en 19 des! fæ ekkert frí úr vinnu nema rétt svo í 10 daga, ætli maður verði ekki dreginn inn í Body mínútuna sem maður stígur út úr rútunni?
p.s. í hvert skipti sem ég lít á þessa mynd af mojito verð ég þyrst

Rauðhetta sagði...

við drögum þig ábyggilega beint úr flugvélinni! já ég verð þyrstari með hverri mínútunni, mojito drykkja milli jóla og nýárs? ég er ofurplanari

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Hey! Þetta minnir mig á að ég á ennþá eftir að sjá þessa...besti tölvuleikur ever hlýtur að verða að bestu mynd ever?!