jæja myndir loksins komnar inn á þessa síðu! reyndar er þetta allt í einhverju hassi, allar möppur skringilega merktar og aðalmappan heitir london sem hún átti alls ekki að heita en svona yfirgripsmikil er tölvukunnátta mín að ég get ekki breytt þessu!
ég varð þeirrar lukku aðnjótandi að fara í hádegismat með Láru Kláru fyrir nokkru síðan. Í miðri máltíðinni þurfti ég að pissa sem er nú ekki frásögu færandi nema að á leiðinni á klósettið datt mér dálítið í hug. Við vorum inn á Apótekinu og þar er ansi erfitt að finna klósettið og þá datt mér hug hvort að staðir Reykjavíkurborgar mældu gæði sína á því hversu erfitt er að finna klósettið, því erfiðara, því fínni staður. jú sjáiði til, fyrst á svona fínni stað þarf maður yfirleitt að leita að hurðinni á klósettið sem að nær undantekningarlaust er falið bak við einhvert fatahengið eða barinn. Þá taka við ótal gangar og stigar með skiltum sem lofa því að klósettið sé á næsta horni. Þegar maður hefur gengið í nokkurn tíma og er orðinn nokkuð langeygur eftir klósetti finnur maður að lofthæðin lækkar og rakin eykst til muna, maður er kominn ofan í kjallara. Kjallara þar sem dvergur ætti í erfiðleikum með sig hvað risi líkt og ég...
þegar loks maður eygir hurð er það undantekningarlaust einhver krúttleg mynd framan á sem bendir til þess að karlmenn létti á sér innan þessarar hurðar. svo við konur örkum ögn lengra og myndin segir að sem kvenkyns megi ég ganga inn og ljúka mínum verkum. þegar inn á klósettið kemur er harkaleg breyting á umhverfi, það sem áður var saggalegur kjallari fram á gangi er nú orðið draumur innanhúsarkitektúrsins, nýjasta nýtt í baðvarningi. Ekki þar með sagt að nýtingin sé góð enda skiptir útlitið öllu ekki satt. klósettin í nýtískulit ( mér er sagt að fjólublátt sé nýji appelsínuguli) og vaskarnir svo flóknir að ekki öllum er gert að kveikja á þeim. eitthvert listaverkið er þarna inni og tekur upp mest plássið enda þurfum við list þegar við sitjum á klósettinu. speglarnir eru ógurlega flottir en maður getur yfirleitt ekki nýtt þá, tískan fyrirbyggir hentugleikann. Svo þegar maður hefur lokið sér af tekur við göngutúrinn til baka.. þegar að borðinu kemur situr langeygur vinur manns og spyr hvað varstu eiginlega að gera þarna niðri.. þú varst svo lengi í burtu...
næst pissa ég úti, það tekur styttri tíma....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Já einmitt. Ekki bera kennsl á að það er að öllu leyti mér að þakka að þú getir komið þessum myndum á framfæri...piff.
já reglan um inn staði á meira við um veitingastaði en skemmtistaði.. og svo eru líka alltaf undantekningar sem sannar regluna. Pravda er nebblega svoooo skemmtilegur staður (og fyrir þá sem ekki skilja kaldhæðni á prenti, þetta var kaldhæðni) ég hef ekki heyrt þetta um kóngablátt... tískunjósnir mínar eru hrundar
Skrifa ummæli