já í gær var svo oktoberfest. Helvíti gaman haaaa? Mér finnst að við ættum að gefa þýsku nemum verðlaun fyrir þetta partý? eina fólkið sem nennir að standa í að halda partý fyrir alla háskólanemana gott framlag í bjórsarpinn það...
þetta var kannski pínku troðið og með pínku þá meina ég að ég gat ekki dregið andann án þess að fá hárið á einhverri skutlunni upp í nefið, ekki að það sé vondur hlutur en mig vantar súrefni mun meira. vonir mínar glæddust þegar ég sá að fólkið hafði náð á einhvern undraverðan hátt í sæti, hverjum þau sváfu hjá til að ná í þetta forláta borð veit ég ei en allavega þurfti ég ekki lengur að anda að mér hári sem er alltaf gottt mál.tónlistin á þessu shindiggi var alveg með eindæmum góð, og ég hitti marga drauga úr fortíðinni sem er líka gott mál. fullt af bjór, fékk meira að segja forláta krús til eignar, svo að ef á allt er litið var þetta bara ansi gott partý.
svooo ákvað ég að labba heim! það var ekki góð hugmynd! ég kann ekkert að labba heim yfir þessa vegavinnu maniu jafnvel þó að mér hafi verið leiðbeint oftar en einu sinni. svo að ég óð drullu og sand upp í nára, synti í pollum á stærð við haf og þurfti að brjóta ísinn með nefinu til að komast áfram. þegar upp úr pollinum var komið var stóór gjóta fyrir framan mig sem ég þurfti að klifra ofan í og upp úr aftur, stökk svo yfir læk og komst yfir hindranir margar alltaf með bjórkrúsina í hendinni, svo er sagt að ungdómurinn kunni ekki að bjarga sér! ævintýri vikunnar lokið ;) Áfram Þýskunemar
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli