þar af leiðandi að litlu systur minni hefur tekist að týna hulstrinu sem ég geymi flest alla geisladiskana mína hef ég upp á síðustu daga neyðst til þess að fara aftast í safnið og hlusta á elstu diskana mína, diska sem ekki eldast vel. ég þarf að hlusta á tónlist í vinnunni annars verð ég lasin svo ég greip gömludiskabunka með mér í vinnuna í gær. Lauren Hill var skemmtileg nostalgía og Kelis ekki svo mikið en vá hvað ég var búin að gleyma hversu skemmtilegir Incubus geta verið. hlusta á þá.
hvað er líka með versnandi heim. jólaleikur kók er hræðilegur. ég hélt að sumarleikurinn hefði verið ló point en nei.. man einhver eftir því þegar kók leikirnir höfðu almennilega vinninga, gsm síma og utanlandsferðir í stað einnota jójós og gerðu þína eigin skutlu leiðbeiningar. er kók að fara á hausinn eða?
skemmtilegt nokk
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég væri til í jójó núna...bara ef ég ætti band í gamla jójó-ið mitt. Getur maður unnið jójó bönd í jólaleiknum?...jójójólaleiknum! Hah!
gömlu kókjójóin voru æði enda nýttust þau lengur en í eitt skipti, en í sumar var leikur þar sem maður gat unnið jójó úr pappa... annars er eini vinningurinn núna myndir af idolstjörnum og þá þarf maður að drekka 50 flöskur til að fá 3 myndir!
hvað er þetta jójóin eru ekkert núna voðalega er fólk skotið í jójóum... ég á reyndar svona ljósajójó en ljósin eru hætt að virka
Jójó eru high class entertainment í prófatíð.
(sagði Auður og gubbaði út úr sér ritgerð klukkan 2 um nóttu í Odda)
Skrifa ummæli