föstudagur, desember 09, 2005
ég fór í bíó í gær. og í miðjum fyrri helmingi myndarinnar þurfti ég á klósettið (blaðran mín fylgir ekki reglum um hlé og getur ekki beðið eftir því að myndin sé búin. það er núna eða þú skilur eftir blautan blett í bíósæti) ég klofa yfir fólk er fyrir og kemst loks út úr salnum, fer upp stiga og opna hurðina að kvennaklósettinu, á móti mér tekur þessi líka dramatíska tónlist á fullum hljóðstyrk. þegar ég fer að hlusta betur tek ég eftir því að ég er að pissa við þemalagið úr The Godfather. geri aðrir betur.. mér hefur aldrei liðið jafnmerkilega og á þessari stundu. ein inni á myntugrænu klósetti að pissa í takt við lagið úr the Godfather sem er blastað svo hátt að speglarnir víbra. hátindinum hefur verið náð, leiðin liggur niður á við héðan...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
hah það þarf hæfileika til þess... bæði að pissa í takt við Godfather og að vera svona nákvæmur... annars held ég að klukkan á tölvunni sé biluð
skipulögð er úti nú er það kóríógröffuð...
ógessla einkadjók eitthvað! Svo ég megi vitna í konu:"er barasta ekki með í brandaranum er týnd lengst upp á fjöllum"
hí hí hefndin er sæt
jamm og ég líka.
Skrifa ummæli