þriðjudagur, desember 06, 2005

ég er ein af þessu ó só skemmtilega fólki sem skiptir sífellt á milli stöðva þegar auglýsingahléin byrja. ég einfaldlega höndla ekki auglýsingar, finnst þær ósegjanlega pirrandi og óþarfi og bara asnalegar. þar af leiðandi hef ég ekki horft á auglýsingar í háa herrans tíð, og er sossum ekkert að væla yfir því. en þegar jólin nálgast virðast auglýsendur tryllast við að troða einhverjum óþarfa hlutum upp á saklausan almenning og sjónvarpsdagskránni seinkar á hverjum degi vegna yfirgengilegs magns auðvirðilegra auglýsinga sem keppast við að selja manni allan fjandann. þegar maður hefur einnungis 4 stöðvar kemur alltaf sá tími kvölds að maður skiptir milli stöðva þegar hið hræðilega auglýsingahlé hefst, maður reynir að komast í öryggið á hinum stöðvunum en sér manni til hrellingar að það er engrar undankomu auðið... það eru auglýsingar alls staðar, á öllum stöðvum. og þá sá ég auglýsingu sem nú hefur bjargað trú minni á mannkynið á auglýsinguna og á jólin.. og það var ilmvatnsauglýsing meira að segja... þetta er auglýsingin fyrir Calvin Klein ilmvatnið sem ég man ekkert hvað heitir... jólunum reddað neyðist ekki til að biðja foreldrana um slyddujeppa eða heimilistryggingu í jólagjöf.

Engin ummæli: