miðvikudagur, desember 14, 2005

jeppar og fólkið þeirra

ég hata jeppafólk. í umferðinni með símann á eyranu ekki horfandi í kringum sig. keyrandi hraðar en allir vegna þess að það er á jeppum. fólk sem fer aldrei út úr borginn, aldrei af malbikinu en á samt fjórhjóladrifinn risa jeppa með 1000" dekkjum. frábært. leggja í þrjú stæði af því að bíllinn er svo endalaust stór að annað gengur ekki. leggja fyrir fólk bruna yfir á gatnamótum í veg fyrir saklausa einstaklinga einungis vegna þess að "þeir" eru á jeppum. ég hata fólk á jeppum.

ég þoli ekki fólk í bíó sem hlær á óviðeigandi stöðum. var á The Iceharvest í gær, ágæt mynd sossum en það voru bjánar í salnum sem hlógu að öllu. konan þín er dauð AHahahahhahah. þú skaust konuna þína á aðfangadagskvöld ajahahahaah. og svo framvegis.

jólaskapið er mætt

gleðileg jól...

5 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Ahh gott hatur, gott hatur.

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Pleh...
Frakkarnir vita hvað á að gera.

Rauðhetta sagði...

ég elska frakka... ég hef nú fundið stað minn í heiminum, ég ætla að verða gellan sem bannar jeppa, og fólk sem hlær of mikið í bíó og sósur og rasp á kjöti og samstæða sokka

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Æ kommon! Rasp á kjöti? Hvað með vínarsnitzel flón? Mmm! Mmm! Með bráðnuðu smjééééri og kapers og og og...frönskum! Og sítrónuskvettu í raspið með rauðkáli til hliðar. Phwoarr!

Rauðhetta sagði...

jukk og vitleysa gamli maður. einnig er ég á móti löppum í mat og innyflum. og rispuðum dvd diskum og eiginlega bara dvd diskum almennt... raspur á kjöti er fyrir kjána og bjána