fimmtudagur, desember 01, 2005

dauði og drepsóttir

keðjubréf eru eitthvað sem ég þoli ekki, hatur mitt á þeim jaðrar við þráhyggju. enga að síður get ég ekki hjátrúar minnar vegna sleppt því að svara þeim. (ég er líka uppfull af sjálfri mér líkt og hún auður) og þar af leiðandi að bæði auður og áslaug hafa tekið tíma úr annars erfiðri dagskrá til þess að kitla mig verð ég víst að svara.

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey
1. fallhlífastökk og/eða teygjustökk
2. læra að tala forn-grísku
3. gefa út leiðinlegustu bók í heimi
4. fá viðurkenningu í heimsmetabók guinness fyrir leiðinlegustu bók í heimi.
5. prjóna húfu
6. kaupa líkkistu
7. laga DVD spilarann minn

7 hlutir sem ég get gert
1. andað
2. kvartað
3. spilað kasínu
4. látið vaxa á mér hárið
5. reimað
6. drukkið bjór
7. drukkið bjór(ég veit að drukkið bjór er tvisvar ég geri það bara svo helvíti vel)

7 hlutir sem ég get ekki gert
1. margfaldað
2. þurrkað á mér hárið með hárþurrku
3. lagað DVD spilarann minn
4. talað hægt
5. stafað orðið þurka
6. eldað hrísgrjón
7. talað forn-grísku

7 frægir karlmenn sem heilla mig
1. Adrian Brody
2. johnny Depp
3. Vin Diesel (já það er rétt!)
4. Jack White
5. Clive Owen
6. Jordan Catalano
7. Seth Green

7 hlutir sem ég segi oftast
1. ég nenni því ekki


ég ætla hins vegar ekki að dreifa ógeði mínu og hef því ákveðið að kitla barasta engann.
þetta var nú skemmtilegt... (kaldhæðni ef það skildi fara á milli hluta)

3 ummæli:

Rauðhetta sagði...

hey hey hvaða hvaða að drekka bjór hægt er alvöru list! ég á enn eftir að sjá þig gera það!

Ofurrauðkan sagði...

Sko. Dude! Nafnið mitt (og reyndar öll sérnöfn) er skrifað með STÓRUM STAF í byrjun. Nema þú sért að mótmæla feðraveldinu eins og bell hooks.

Rauðhetta sagði...

það fær sko enginn stóran staf niður með feðraveldið... áfram litli stafur