hvernig stendur á því að foreldrar ungra barna eru vissir um að allir elski litlu "englana" þeirra? það er nógu slæmt úti í veröldinni en þegar maður er lokaður inni í litlu rými með litla manneskju fyrir aftan sig sem ekki getur hamið sig er eins og helvíti hafi opnast og sé að sýna manni hvað bíður. litli engilinn vælir og vælir hálfa ferðina á meðan að faðirinn sem er að ferðast með því reynir að fá það til að hætta. hann brosir samt stoltur af lungnastærð sonarins og virðist ekki skammast sín hið minnsta að barnið sé að halda fyrir 100 manns vöku og trufla mikið hina 30! þegar að engillinn ákveður síðan að hætta að væla og fara að sofa og allir umhverfis hann anda léttar nei þá ákveður faðirinn að ýta við barninu og vekja það til að fara að syngja! já syngja. barnið vill ekki syngja en faðirinn gerir það enga að síður á fullum hljóðstyrk. þegar nokkrum hundleiðinlegum barnalögum er lokið geispar barnið og býr sig undir að fara að sofa aftur. faðirinn vill það augljóslega ekki heldur rífur barnið upp í "gönguferð um vélina" fáviti! strákanginn labbar því á eftir föður sínum upp og niður ganginn og er augljóslega orðinn jafn pirrraður á honum og við hin og sparkaði í sköflunginn á föðurnum jafnötullega og við hin vildum gera. Eggið að kenna hænunni.
Raunverulegi heimurinn er snúinn aftur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ókei, ætlaði eithvað að fara að kommenta á biturð, en man! ég hefði stolt staðið upp og sparkað þéttingsfast í afturendann á honum. Nógu slæmt á reyklausum kaffihúsum en þar stynur maður bara mæðulega, lítur heimsku forerldrana illu auga OG FER!
stoopid planepersons
já það getur verið að ég sé bitur (ekki það að ég sé neitt að viðurkenna það) en þessi gutti er sá alversti sem ég hef lent í og þá er ég ekki að tala um barnið! til að bæta gráu ofan á svart þá var pabbinn líka með eina mest pirrandi rödd sem ég hef heyrt og flugið var frá 8-11 um kvöld!
Skrifa ummæli