miðvikudagur, janúar 25, 2006

þá er hann kominn dagurinn.

það hefur lengi legið við að ég sé að verða of gömul. á síðustu árum hef ég misst getuna til margs sökum aldurs og ég er ekki einu sinni skriðin yfir þrítugsaldurinn. ég er hætt að geta drukkið mörg kvöld í röð án þess að finna hið minnsta fyrir því. ég er hætt að geta sofið til 4 án þess að rumska. ég er hætt að fíla He-man. ég kvarta stöðugt yfir verði á hlutum (það er eitthvað sem maður á bara að gera eftir 70). og ég eyddi 10 mín í gær í að tala um veðrið! VEÐRIÐ. þegar maður er orðinn svo uppiskroppa með málefni að maður fer að ræða veðrið í smáatriðum og hafa gaman af þá er maður kominn yfir hlíðina. ég bjóst ekki við þessu strax. ég ætla að fara að anda í bréfpoka. ég fann hrukku! ætli það sé bréfpokinn?

kveðja úr afmælislandi

7 ummæli:

Rauðhetta sagði...

rétt ný orðin 20 ára stelpur.

Ofurrauðkan sagði...

Hversu gömul sem þú vilt þykjast vera: Til haminkur með dagúr!!!!!
:)

Nafnlaus sagði...

aldrei skal ég ná þér...reyndu nú að njóta dagsins.) tilhamingju!!

Ofurrauðkan sagði...

Inga Inga bó binga banana fana fó finga mí mæ mó minga --> INGA !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
vúhú!

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Hammari með afmælarann, nú ertu komin skrefinu nær ellidauða.

Nafnlaus sagði...

Jei! hammingja!!! Ammli!!!

Rauðhetta sagði...

takk takk :)gott að vita að gamlar konur eiga líka vini
(þið eruð hvert öðru betra í málskrúðgi)