mánudagur, janúar 16, 2006

í áframhaldandi tuði mínu út í alla hluti langar mig að grenslast fyrir um hvort einhver viti hver ákvað að breyta VHS í DVD? diskarnir virka barasta ekki. þetta rusl rispast á nokkrum notkunum og ef maður á hin fallega elfunk dvd spilara vill bara spila fullkomna diska gengur ekkert að horfa á þá. það er ekkert meira pirrandi en að vera að horfa á spennandi mynd þegar allt í einu allt frís og upp á skjáinn kemur unable to read disk. ekki minnist ég þess að það hafi komið fyrir þegar maður horfði á venjulega gamaldagsvídeó spólu! og ofan í það hvers vegna er þessum diskum skipt upp í tvö kerfi? til þess að maður geti alveg örugglega ekki horft á diska frá öðrum löndum? eða til þess að maður kaupi einn og verði síðan að kaupa annan vegna þess að hinn er ekki hægt að horfa á nema í fjarkistan! VHs spólur gáfu manni ekki svona mikinn pirring og mér finnst þær bara heillandi stórar... maður getur að minnsta kosti geymt þær eins og maður vill án þess að þurfa pakka þeim inn í bómul í hvert skipti sem þær eru teknar úr hulstrunum helvíti´

ég kíkti upp í Klink og bank í nótt, þeir eru að fara að loka í dag og nýjir eigindur að taka við húsnæðinu. við fórum til þess að skoða leifarnar af stórkostlegri hugmynd og urðum ekki fyrir vonbrigðum. það er ótrúlega gaman að skoða dótið sem skilið var eftir. vonandi finnur einhver sig knúinn til þess að lána þessu brilliant fólki annað húsnæði.

2 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

...ég er viss um að Inga er á móti þróunarkenningunni líka.

Rauðhetta sagði...

ég geng bara um með "derhúfu öfuga í green bay packers netabol sem er rifin að neðan og reebok bol undir í jogging buxum og óreimuðum Air Jordan skóm" heima hjá mér aðrir yrðu of öfundsjúkir út í glæsilegan klæðaburð annars og það vil ég ekki... og já mér finnst þessi með leirklumpnum og rifinu miklu sniðugri