föstudagur, nóvember 25, 2005

Aumingjahrollur

ég ákvað að eftir erfiðan fyrirlestur með áköfum Marilyn Monroeum (lára sjáðu þetta er rétt skrifað!) að ég ætti skilið langt og fallegt sjónvarpskvöld... ekki svo að skilja að ég horfi ekki á sjónvarpið annars.. ég bara átti það extra mikið inni...
en dagskrá dauðans... fyrst var ég nú að reyna að finna eitthvað áhugavert en festist mjög ófrálst í Bachelornum... vá hvað sá gaur er mikill sori... búinn að sofa hjá öllum stelpunum í úrslitunum og hefur augljóslega verið ansi lélegur því ein af þremur segir nei og ein vildi segja nei en gat það ekki vegna þess að hin var á undan! svo var skipt yfir á Herra Ísland sem í sjálfum sér er frekar súr keppni en hver haldiði að hafi verið að kynna! Brjánsi sýra já ég sagði Brjánsi! Gaurinn úr Sódómu... Unnuuuuur UUUUnnur akkuru ertu sona blá ertu að kafna....
skemmtilegt að sjá hann án fallegu gleraugnanna sinna!
allavega svo skipti ég yfir á sirkus og horfði á stelpurnar í Playboy mansion rassskella hvor aðra og komst að því að þær eru með útgöngu bann sem hefst klukkan 9 á kvöldin nema þegar þær eru úti með Hef... alltaf lærir maður eitthvað nýtt!

ég ætti kannski bara að lesa á kvöldin við kertaljós og súpa hamsatólg úr bolla...

1 ummæli:

Rauðhetta sagði...

já sibba hvar er þessi mynd? ég erbúin að heyra mikið um hana