miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Heimsborgarar

Við Íslendingar höfum löngum talið okkur sem heimsborgara, Reykjavík þykist geta flokkað sig með borgum líkt og New York, London, París og Mílanó, þrátt fyrir að vera á stærð við hjólhýsagarð. Við erum sífellt að monta okkur af borginni, landinu og fólkinu... "við erum svo sérstök/falleg/öðruvísi." í gegnum tíðina höfum við geta platað okkur og aðra en ekki lengur... það getur ekki verið stórborg með heimsborgurum í sem leyfir hljómsveit líkt og Heitar Lummur að myndast! Nokkrir "krakkar" úr Idolinu sem eru of latir til þess að nenna að verða frægir einir og eru að stíla inn á heimsku landans hópa sig saman til þess að geta safnað saman nógu mikilli "frægð" til þess að komast á kortið. En letin endar ekki þar.. nei þau nenna ekki heldur að semja sína eigin tónlist enda flest búin að gefa út einn geisladisk í einhverju jóla/páska/sumar flóðinu sem gjörsamlega floppaði og enginn keypti nema ættingjar. svo núna stela þau bara gömlum lögum frá því fyrir 20 árum og setja í "nýjan" búning. Mömmur og pabbar tryllast við að heyra gömul lög æskunnar og kaupa diskinn í nostalgíu kasti til þess eins að komast að því að Bó og Rúni og allir þeir komu hvergi nálægt söngnum á þessum disk.
svo sitja heitar lummur sveitar í smáralindinni að árita diska fyrir áðurnefnda ættingja. Þess á milli kemur enginn upp að þeim og konan í kallkerfinu er orðin hás á því að reyna að fá fólk til að nálgast skífuna kaupa diskin og láta þessa bjálfa krota hann allan út. Frábært.

...það er heill gæsahópur í þessari færslu!

Engin ummæli: