mánudagur, nóvember 14, 2005

það er hræðilegt hvað það er orðið sjálfsagt að sýna kvikmyndir um líkamsmeiðingar. ég fór að sjá Hostel í gær. ég bjóst sossum við því að það yrði frekar mikið um blóðsúthellingar og þvíumlíkt vegna þess að myndin er samstarf Tarantínos og Eli Roth, maður á víst ekki að búast við öðru.
ég er ekki hrifin af hryllingsmyndum.. ég fór enga að síður á þessa mynd í von um að hjákátle sýn Tarantínos á blóð og afhöggna limi myndi skila sér í þessa mynd. svo var ekki..
ég held að ég hafi séð einn þriðja myndarinnar, restina voru hendurnar á mér að stökkva milli þess að vera að halda fyrir augun og eyrun. en í þessum litla parti sem ég sá var klippt á hásinarnar á gaur, borað gat á lærin og bringuna á honum með rafmagns bor hann skorinn á háls. stelpa missti augað og hún brennd í framan, strákur missti tvo fingur og fékk vélsög í fótinn...
og þetta er aðeins lítill hluti myndarinnar ég vil ekki einu sinni reyna að ímynda mér restina. (ekki mikið sofið í nótt ímyndun um að einhver sé að klippa á hásinina mína og mér þykir vænt um hana og vil ekki missa hana)
myndin er samt allt í lagi.. svefn er ekkert merkilegur

Engin ummæli: