laugardagur, nóvember 19, 2005

það var kaffihúsadagur í gær. komst að því að stelpur hafa skringilegan smekk á stjörnum. sérstaklega þessar tvær sem ég var að ræða við í gær. þar af leiðandi að við erum orðnar uppiskroppa með slúður og merkileg málefni ákváðum við að raða útlenska stjörnukarlpeningnum niður í þá sem eru sætir og þá sem eru ekki svo mikið sætir... og hin ýmsu nöfn tóku að fljúga... við vorum allar sammála um að Jared Leto hafi breytt ásýnd kynþroskaskeiðs íslenskra smástelpna með leik sínum sem Jordan Catalano í My so called life...
hins vegar blöskraði mér þegar ónefnd ung dama fór að stynja yfir Sam Rockwell, ég verð að viðurkenna að gaurinn er sniðugur en sætur eða sexy verður maðurinn aldrei.
einnig gátum við sæst á að Christopher Walken væri sexy og þá sérstaklega í dansvideoinu sínu...
Clive Owen, Jude Law, Ewan Mcgregor, Stuart Townsend og margir margir fleiri fengu einnig að kíkja á þennan lista sem endalaust er hægt að bæta við.
en hinn listinn... ekki svo mikið sætir karlmenn voru erfiðari, ekki svo að segja að þeir séu færri, þeir eru bara ekki eins minnisstæðir.. Philip Seymour Hoffman var þar eiginlega einn á lista... einhverjar fleiri hugmyndir?

hvar eru sænskar lesbíur í threesome þegar maður þarf á þeim að halda?

1 ummæli:

Rauðhetta sagði...

já alveg rétt úpps ég beiðist velvirðingar á þessu