miðvikudagur, nóvember 09, 2005

sameinuð sundrumst við...

eins og mikið hefur verið rætt var ég svipt þeirri gleði að fá að sjá Quentin Tarantino tjá sig kvikmynd... ég hef verið reið og sár í marga daga og verið í tíðu sambandi við mannfýluna sem sá um að rústa vonum mínum: Leó. Nú hefur því verið otað að mér í gegnum samböndin mín við undirheimana að maðurinn sé að reyna að leyna þessu fyrir yfirmönnum sínum. hann hefur ekki sagt manni né mús frá þessum mistökum sínum jafnvel þó að velgerðir starfsmenn hans hafi verið að reyna að tjá honum um þessi mistök löngu áður en hann uppgötvaði þau sjálfur! mér blöskrar...
en undirheimasamböndin mín ætla að redda mér emaili yfirmanns Leós (vá eignarfall) og ég ætla að senda viðkomandi harðorðað bréf um málið! ég ætla sem sagt að kjafta frá Leó lús!
það má líka benda á það að undirheimarnir tjáðu mér það að ef að farið verður yfir höfuð Leós mun maður ef til vill komast á sýninguna umræddu og fá að hitta goðið. nú vil ég að þið fólk þarna úti sem misstuð einnig af goðinu geri slíkt hið sama.

4 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Vó vó vó! Hvar heyrðirðu þetta?...nú sé ég möguleika á að geta djúsað með Tarantino.

[Davíð K. Gestsson] sagði...

*Andköf* Kúlan efast ekki um það.

Rauðhetta sagði...

og kúlan hefur alltaf rétt fyrir sér... þetta verður stórkostlegur reiðilestur hlakka til að horfa á Leó gráta!

Nafnlaus sagði...

...Er ég Lús??? Ég var bara að sinna mínum störfum, finnst óréttlátt að ráðast svona á mig!!!
...Inga ertu búin að gleyma mér??