sunnudagur, nóvember 06, 2005

ég fór að sjá "Ganga keisaramörgæsanna" um daginn. myndin var stórgóð, skemmtileg, dramatísk og agalega krúttleg með mörgæsir í öllum aðalhlutverkum. eftir myndina fengu áhorfendur síðan tækifæri til þess að tala við leikstjórann og spyrja hann um myndina. ég verð að viðurkenna að flest af því sem hann sagði fór fyrir ofan garð og neðan en eitt festist í hausnum á mér og ég hef eiginlega ekki getað hætt að pæla í þessu síðan. leikstjórinn sagðist hafa verið fyrst í 14 mánuði á Norðurheimskautinu (er það á eða í?) og þá hafi hann ákveðið að gera myndina, fór heim og fékk peninga til verksins og fer síðan aftur á Norðurheimskautið og nú í 13 mánuði. ekkert að þessu sossum... er það nokkuð? myndi ég eyða svona miklum tíma í úlegð fyrir eitthvað sem væri mér merkilegt? líklega ekki... hef ekki svona mikinn aga. ég dáist hins vegar takmarkalaust að þessum manni sem ég man ekki einu sinni hvað heitir... Luc eitthvað agalega franskt.
ætli honum hafi verið kalt í 27 mánuði? hvernig pakkar maður fyrir svona ferð? ætli hann hafi saknað restarinnar af heiminum?

2 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Ömm já...svo er myndin tekin á Suðurpólnum. Engar mörgæsir á Norðurpólnum, bara til að rektifæja hluti hérna aðeins.

Rauðhetta sagði...

ég er ljóshærð í alvöru það verður að gefa mér smá auka heimskumóment fyrir það. og hvað meinaru lárus stelpan var að ota míkrafóninum að þér og ekki heyrði ég svo mikið sem hiksta frá þér reyndar hef ég augljóslega ekki heyrt nokkurn skapaðan hlut svo þú gætir hafa komið með fullt af intresant spurningum?